Dýpið innan við hafnarmynnið í Landeyjahöfn reyndist eðlilegt við mælingar í dag að undanskildum 30 m breiðum taumi sem teygist vestur úr eystri hafnargarðinum, að því fram kemur í bráðabirgðaniðurstöðum Siglingastofnunar.
„Þar gruggar mikið af gosefni sjóinn og vegna þess og óhagstæðra veðurskilyrða var ekki hægt að beita nákvæmum mæliaðferðum á þessu svæði. Þegar veður gengur niður verður hægt að fá haldbetri upplýsingar um dýpi,“ segir á vef stofnunarinnar en eins og fram hefur komið hefur uppsöfnun gosefna sett strik í ferðir Herjólfs.