Gaumur fari í gjaldþrot

Þór gagnrýnir aðkomu Arion banka að málefnum Gaums harðlega.
Þór gagnrýnir aðkomu Arion banka að málefnum Gaums harðlega. Árni Sæberg

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, tel­ur að Gaum­ur eigi að fara í gjaldþrotameðferð. Ótækt sé að fyrri eig­end­ur fái að hafa aðkomu að fyr­ir­tæk­inu áfram. Þór tel­ur meðferð Ari­on banka í skulda­upp­gjöri Gaums jafn­framt til marks um að tvær þjóðir séu í land­inu.

„Þetta er enn eitt málið sem fyll­ir mig grun­semd­um um það sem er að ger­ast á bak við tjöld­in í banka­kerf­inu. Mér finnst mjög óeðli­legt að þetta fyr­ir­tæki sé ein­fald­lega ekki sett í gjaldþrot vegna þess að það er búið að lýsa því yfir að það eigi hvort sem er ekki pen­inga. Það þarf að sitja þessi fyr­ir­tæki í gjaldþrot til þess að upp­lýsa al­menni­lega hvað er á bak við starf­semi þess­ara fyr­ir­tækja. Það er ekki gert á meðan þau eru í þessu ferli vegna kvaða um banka­leynd.“

- Tel­ur þú eðli­legt að fyrri eig­end­ur fái svig­rúm til að ná vopn­um sín­um þannig að þeir geti með ein­hverju móti komið að rekstr­in­um aft­ur?

„Fyr­ir utan þá sviðnu jörð sem þess­ir menn skildu eft­ir sig í viðskipta­líf­inu að þá eiga þeir ekki að hafa leyfi til að koma ná­lægt stjórn­un eða rekstri fyr­ir­tækja. Það er af­ger­andi atriði.“

- Hyggst Hreyf­ing­in beita sér í þessu máli og öðrum sam­bæri­leg­um á Alþingi?

„Við mun­um halda áfram að krefjast þess að þetta hrun verði gert upp og að þeir sem að voru vald­ir að því verði látn­ir bera af því skaðann en að hon­um verði ekki velt yfir á al­menn­ing. Með öllu svona krukki í tug­millj­arðaskuld­ir út­rás­ar­vík­inga er sam­tím­is verið að koma í veg fyr­ir að hægt sé að leiðrétta skuld­ir al­menn­ings.

Það er al­veg greini­legt að það verið að af­skrifa lán upp á millj­arða, eða tugi millj­arða króna, hjá völd­um aðilum í banka­kerf­inu. Þetta hef­ur komið ít­rekað í ljós á meðan það er ekki verið að borga upp skuld­ir al­menn­ings. Fólk er látið borga út í rauðan dauðann eins og það mögu­lega get­ur.“

Þór gef­ur ekki mikið fyr­ir þau svör Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Ari­on banka, að hann geti ekki upp­lýst nán­ar um eðli kyrr­stöðusamn­ings­ins.

„Allt tal um banka­leynd á ekki við á Íslandi í dag í kjöl­far hruns­ins. Það er ekki neitt til á Íslandi sem heit­ir eðli­legt viðskiptaum­hverfi og þar er af leiðandi er ekki er hægt að vísa til banka­leynd­ar­á­kvæða og þess hátt­ar. Þetta er arf­ur frá fortíðinni sem verður að leggja til hliðar á meðan verið er að gera upp hrunið,“ seg­ir Þór Sa­ari.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert