Lækka launakostnað um 973 milljónir

Björ Zoëga, forstjóri Landspítala, segir að með ýtrasta aðhaldi og útsjónarsemi á öllum sviðum hafi tekist að spara verulegt fé í rekstri Landspítala þannig að snúið hefur verið úr mínus í plús. Þannig hafi tekist að lækka launakostnað um 973 milljónir fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2009. 

Fram kemur einnig í pistli Björns á vef spítalans, að einnig hafi tekist að spara 10% í rafmagnsnotkun, 14% í heitu vatni, 33% í pappír, 30% í blekhylkjum í prentara og 30% í einnota eldhúsáhöldum. 

Björn segir að vinna við sparnað muni halda áfram og verða smám saman hluti af reglubundnum verkefnum á hverju ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka