Alþýðusamband Íslands segir, að heimilin hafi ekki notið styrkingar krónunnar þrátt fyrir loforð kaupmanna um að svo yrði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að verð á innfluttri matar- og drykkjarvöru hafi verið nánst óbreytt á þessu ári þó svo að gengisvísitala hafi lækkað umtalsvert.
Fram kom, að verð á innfluttri matvöru hafi hækkað um 70% frá því í janúar 2008.