Minnisvarði um Vífilsstaði var afhjúpaður í gær í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því að hælið tók til starfa.
Lárus Helgason læknir og Stefán Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar, afhjúpuðu minnisvarðann. Hönnuðirnir eru Jón Otti Sigurðsson, fulltrúi Oddfellowreglunnar á Íslandi í afmælisnefndinni, og Þorkell Gunnar Guðmundsson. Um miðjan mánuðinn verða gefin út frímerki í tilefni af tímamótunum.