Vestmannaeyjabær ekki í fjárhagsvanda

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að  Vestmannaeyjabær eigi ekki við fjárhagsvanda að stríða. Fjárhagsstaða Vestmannnaeyjabæjar sé traust og ekki fyrirsjáanleg vandkvæði í fjármálum bæjarins.

Fram kom í tilkynningu frá nefndinni í síðustu viku, hún hefði sent 12 sveitarfélögum aðvörun vegna skuldsetningar og/eða slæmrar rekstrarafkomu og óskað eftir upplýsingum um hvernig sveitarstjórn hyggst bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Var Vestmannaeyjabær þar á meðal.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja brást hart við og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að bærinn ætti ekki við fjárhagsvanda að stríða. Áttu fulltrúar bæjarstjórnar fund með eftirlitsnefndinni í lok síðustu viku vegna málsins.

Í tilkynningu frá nefndinni, sem send var út í dag, segir m.a:

Fulltrúar Eftirlitsnefndar og bæjarsjóðs hafa átt fund og skipst á upplýsingum og skýrt sjónarmið sín. Aðilar eru sammála um og ítreka að Vestmannaeyjabær á ekki við fjárhagsvanda að stríða. Fjárhagsstaða Vestmannnaeyjabæjar er traust og ekki fyrirsjáanleg vandkvæði í fjármálum bæjarins. Á næstu dögum munu aðilar skiptast á frekari upplýsingum í kjölfar fyrirspurnarbréfs Eftirlitsnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert