Aldrei fallist á 16-21% vexti

Málið var dómtekið í gær og dómur fellur innan fjögurra …
Málið var dómtekið í gær og dómur fellur innan fjögurra vikna. mbl.is/Ernir

Lögmaður Lýsingar ítrekaði fyrir Hæstarétti í gær að útilokað væri að þau vaxtakjör sem fylgdu gengistryggðum lánum fyrirtækisins yrðu látin gilda nú þegar gengistryggingin hefði verið dæmd ólögleg. Vextirnir hefðu byggst á að lánið væri í erlendum gjaldmiðli.

Lögmaður lántakans sagði á hinn bóginn að engin ákvæði væru í lögum sem heimiluðu að vaxtakjörum samnings yrði breytt eftir á. Lýsing bæri ábyrgð á því að hafa boðið ólögleg lán. Lágu vextirnir hjá Lýsingu o.fl. hefðu haft áhrif á ákvörðun lántakans um kaup á bílnum. „Hann hefði aldrei keypt bíl á láni sem bar 16-21% vexti.“ Samningsvextir ættu að standa, að því er fram kemur í frásögn af málflutningnum fyrir Hæstarétti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert