Breið samstaða um nýja hugmyndafræði

Björn Valur Gíslason, varaformaður starfshópsins, Guðbjartur Hannesson, formaður og Helga …
Björn Valur Gíslason, varaformaður starfshópsins, Guðbjartur Hannesson, formaður og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, starfsmaður starfshópsins, afhentu Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta eintakið af skýrslunni í dag.

Björn Valur Gíslason, alþingismaður og varaformaður starfshóp um endurskoðun fiskveiðistjórnunarinnar, segir á bloggvef sínum að breið samstaða hafi náðst í starfshópnum umnýja hugmyndafræði við stjórn fiskveiða. Hafi sjónarmiðum þeirra sem farið hafa með þau mál á hinum pólitíska vettvangi undanfarna tvo áratugi, verið vísað frá.

„Það er trú mín að tillögur starfshópsins verði til að móta nýtt upphaf við stjórn fiskveiða hér á landi. Tillögur hópsins er að mínu mati vel rökstuddar, byggðar á haldgóðum upplýsingum og til þess fallnar að ná sátt hjá þjóðinni um þessa mikilvægu atvinnugrein og leiða til lykta þau deilumál sem uppi hafa verið í greininni," segir Björn Valur m.a.

Bloggvefur Björns Vals Gíslasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert