Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, gagnrýnir Jenis av Rana, leiðtoga færeyska Miðflokksins, harðlega fyrir að neita að mæta í kvöldverðarboð til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í kvöld.
Johannesen sagði við færeyska útvarpið í morgun, að Jenis ætti að skammast sín fyrir ummæli sín. Jenis av Rana sagðist ekki ætla að mæta í kvöldverðinn vegna þess að heimsókn íslenska forsætisráðherrans væri ögrun en Jenis er mjög andvígur auknum réttindum samkynhneigðra.