Framkvæmt fyrir 38 milljarða

Farið var yfir und­ir­bún­ing stór­fram­kvæmda í vega­gerð á fundi for­svars­manna líf­eyr­is­sjóða, sam­gönguráðuneyt­is, fjár­málaráðuneyt­is og Vega­gerðar­inn­ar í dag. Um er að ræða fram­kvæmd­ir fyr­ir 38 millj­arða á næstu 5 árum.

Greint var frá því á fund­in­um að Kristján Möller fyrrv. sam­gönguráðherra hef­ur tekið að sér að fylgja þess­um mál­um eft­ir fyr­ir hönd stjórn­valda að ósk eft­ir­manns hans Ögmund­ar Jónas­son­ar sam­gönguráðherra.

For­svars­menn líf­eyr­is­sjóðanna fara nú yfir hvort þeir taka að sér fjár­mögn­un fram­kvæmd­anna en óvíst er hvenær ákvörðun þeirra ligg­ur fyr­ir. Um er að ræða breikk­un Suður­lands­veg­ar og Vest­ur­lands­veg­ar og  fram­kvæmd­ir við Reykja­nes­braut auk Vaðlaheiðarganga.

Hægt er að ráðast í und­ir­bún­ing útboða mjög fljót­lega ef samn­ing­ar tak­ast um fjár­mögn­un og þá yrði ráðist í fram­kvæmd­ir á næsta ári að sögn Ögmund­ar.

„Þetta var einskon­ar kynn­ing­ar­fund­ur,“ seg­ir Ögmund­ur. „Mér líst mjög vel á fyr­ir­komu­lagið eins og það er að þró­ast. Þetta er alls ekki einkafram­kvæmd, held­ur erum við að tala um fjár­mögn­un og fram­kvæmd­ir sem eru al­ger­lega á veg­um rík­is­ins, a.m.k. hér á suðvest­ur­horn­inu,“ seg­ir Ögmund­ur.

Frá fundinum í dag.
Frá fund­in­um í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert