Framkvæmt fyrir 38 milljarða

Farið var yfir undirbúning stórframkvæmda í vegagerð á fundi forsvarsmanna lífeyrissjóða, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Vegagerðarinnar í dag. Um er að ræða framkvæmdir fyrir 38 milljarða á næstu 5 árum.

Greint var frá því á fundinum að Kristján Möller fyrrv. samgönguráðherra hefur tekið að sér að fylgja þessum málum eftir fyrir hönd stjórnvalda að ósk eftirmanns hans Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra.

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna fara nú yfir hvort þeir taka að sér fjármögnun framkvæmdanna en óvíst er hvenær ákvörðun þeirra liggur fyrir. Um er að ræða breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og  framkvæmdir við Reykjanesbraut auk Vaðlaheiðarganga.

Hægt er að ráðast í undirbúning útboða mjög fljótlega ef samningar takast um fjármögnun og þá yrði ráðist í framkvæmdir á næsta ári að sögn Ögmundar.

„Þetta var einskonar kynningarfundur,“ segir Ögmundur. „Mér líst mjög vel á fyrirkomulagið eins og það er að þróast. Þetta er alls ekki einkaframkvæmd, heldur erum við að tala um fjármögnun og framkvæmdir sem eru algerlega á vegum ríkisins, a.m.k. hér á suðvesturhorninu,“ segir Ögmundur.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert