Gæsirnar þora ekki yfir rauðu línuna

Rauður hringur um flöt á golfvellinum á Seltjarnarnesi.
Rauður hringur um flöt á golfvellinum á Seltjarnarnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Golfarar á Seltjarnarnesi, sem hafa háð langt og dýrt stríð við gæsir sem skemma flatirnar á golfvellinum, telja sig nú hafa haft betur í baráttunni.

Búið er að mála rauða hringi í kringum flatirnar og gæsirnar þora ekki að fara yfir línurnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins á Seltjarnarnesi, sagði að gæsirnar sæktu mikið inn á golfvöllinn. Þær græfu stórar holur í flatirnar, allt upp í 10 cm djúpar. Ástæðan er sú að skeljasandur er í flötunum og gæsirnar þurfa á því að halda að éta sand til að geta melt fæðuna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert