Hærri launakröfur þar sem vel árar?

Mikil atvinna hefur fylgt makrílveiðum og -vinnslu.
Mikil atvinna hefur fylgt makrílveiðum og -vinnslu. mbl.is/Albert Kemp

Nokk­ur verka­lýðsfé­lög á lands­byggðinni vilja að launþega­hreyf­ing­in krefj­ist meiri launa­hækk­ana hjá út­flutn­ings­fyr­ir­tækj­um en í öðrum grein­um at­vinnu­lífs­ins við end­ur­nýj­un kjara­samn­inga.

Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, stóriðju og ferðaþjón­ustu hafi borð fyr­ir báru til að hækka laun sinna starfs­manna vegna geng­is krón­unn­ar. Þannig eigi t.d. fisk­vinnslu­fólk að fá notið góðrar af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins líkt og sjó­menn og geti því gert til­kall til meiri launa­hækk­ana en samið yrði um ann­ars staðar.

Mjög skipt­ar skoðanir eru á þess­ari leið í verka­lýðshreyf­ing­unni enda aðstæður mjög ólík­ar eft­ir at­vinnu­grein­um og landsvæðum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Hafa for­ysta ASÍ og for­menn stærstu fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu lagt áherslu á sem víðtæk­asta sam­stöðu við und­ir­bún­ing kröfu­gerðar til að tryggja auk­inn kaup­mátt til lengri tíma litið.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert