Hærri launakröfur þar sem vel árar?

Mikil atvinna hefur fylgt makrílveiðum og -vinnslu.
Mikil atvinna hefur fylgt makrílveiðum og -vinnslu. mbl.is/Albert Kemp

Nokkur verkalýðsfélög á landsbyggðinni vilja að launþegahreyfingin krefjist meiri launahækkana hjá útflutningsfyrirtækjum en í öðrum greinum atvinnulífsins við endurnýjun kjarasamninga.

Fyrirtæki í sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu hafi borð fyrir báru til að hækka laun sinna starfsmanna vegna gengis krónunnar. Þannig eigi t.d. fiskvinnslufólk að fá notið góðrar afkomu sjávarútvegsins líkt og sjómenn og geti því gert tilkall til meiri launahækkana en samið yrði um annars staðar.

Mjög skiptar skoðanir eru á þessari leið í verkalýðshreyfingunni enda aðstæður mjög ólíkar eftir atvinnugreinum og landsvæðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Hafa forysta ASÍ og formenn stærstu félaga á höfuðborgarsvæðinu lagt áherslu á sem víðtækasta samstöðu við undirbúning kröfugerðar til að tryggja aukinn kaupmátt til lengri tíma litið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert