Jenis þekktur fyrir ögranir

John William Jensen.
John William Jensen.

Jenis av Rana, þingmaður Miðflokksins í Færeyjum, er þekktur fyrir ögrandi ummæli um menn og málefni, að sögn Johns Williams Jensen, blaðamanns Nordlýsid. Jensen telur að Jenis notfæri sér heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur í pólitískum tilgangi.

Jensen segir að þótt skoðanir séu skiptar um samkynhneigð í Færeyjum sé meirihluti landsmanna ánægður með heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur.

Jenis sé því í minnihluta í andstöðu sinni við heimsóknina.

Jensen leggur hins vegar áherslu á að umræðan um samkynhneigð sé hitamál í Færeyjum og rifjar upp nýlegur deilur á færeyska þinginu um viðbótarákvæði um rétt samkynhneigðra.

En ákvæðið varðaði lagagrein 266 B þar sem kveðið er á um að hvers kyns mismunun gegn einstaklingum á grundvelli hörundslitar brjóti í bága við lög.

Segir hann lagasetninguna hafa verið naumlega samþykkta á þinginu eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting en hún var tilkominn vegna árásar á samkynhneigðan mann á skemmtistað í Þórshöfn.

Jensen kveðst aðspurður telja að meirihluti þingmanna myndi samþykkja lög um hjónabönd samkynhneigðra kæmi til atkvæðagreiðslu nú.

Slík atkvæðagreiðsla myndi hins vegar vekja harðar deilur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert