Samningaleiðin í raun einkavæðing afnotaréttar

Fulltrúi Hreyfingarinnar í starfshópi um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, segist ekki geta stutt svonefnda samningaleið, sem meirihluti starfshópsins náði samkomulagi um. 

Segir í sérálti Finnboga Vikar, fulltrúa Hreyfingarinnar, að verði samningaleiðin farin muni það þýða  að afnota-/nýtingarréttur fiskveiðiauðlindarinnar verði í raun einkavæddur og gefinn til núverandi kvótahafa. Geti hann ekki lagt nafn sitt undir svo andþjóðfélagslegan gjörning.

Finnbogi segist styðja svonefnda tilboðsleið og vij ennfremur, að megnið af þeim afla, sem veiddur er innan íslenskrar lögsögu, fari á innlendan fiskmarkað eða verði seldur í beinum viðskiptum milli útgerðar og fiskvinnslu á innlendu markaðsvirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert