Svifryk yfir mörkum

Aska frá svæðinu í kringum Eyjafjallajökul berst um þessar mundir yfir höfuðborgarsvæðið en hvöss suðaustlæg er ríkjandi. Segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að styrkur svifryks  muni líklega fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk í dag.  

Á hádegi í dag  var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 154 míkrógrömm á rúmmetra og í farstöðinni sem staðsett er við leikskólann Blásalir, 134 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.

Heibrigðiseftirlitið segir, að gert sé ráð fyrir að vind lægi í kvöld  og það geti haft jákvæð áhrif á loftgæði. Á morgun sé spáð úrkomu sem ætti að draga úr líkum á svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert