Loftgæði á Akureyri hafa mælst léleg í dag vegna mikils magns svifryks sem kemur frá hálendinu skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Þeir sem eru með öndunarfærasjúkdóma eru hvattir til að halda sig innandyra.
Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi segir í samtali við mbl.is að loftgæðin hafi verið mjög slæm í dag. Það sé dökkt yfir að líta við gjörvallan Eyjafjörð.
„Það er alveg greinilegt ryk sem kemur hér yfir,“ segir Valdimar í samtali við mbl.is.
Á vef Akureyrarbæjar má sjá hvernig loftgæðin í bænum mælast.