Svifrykið í rénun

Svifryk í Reykjavík. Úr myndasafni.
Svifryk í Reykjavík. Úr myndasafni. mbl.is/Kristinn

Dregið hefur úr vind yfir gossvæðinu í Eyjafjallajökli og gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir að þar af leiðandi muni verulega draga úr magn svifryks á höfuðborgarsvæðinu í nótt á morgun. Þá muni úrkoma á morgun hefta mengunina enn frekar.

Magn svifryks á Hvaleyrarholti mældist ríflega 200 míkrógrömm á rúmmetra upp úr klukkan sjö í kvöld en gildið mun nú hafa fallið í ríflega 40 míkrógrömm, að sögn Veðurstofunnar. Eru heilsuverndarmörk miðuð við 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar er svifryksgildið langt yfir hættumörkum við mælistöðina við Grensásveg en þar mælist það nú 533 míkrógrömm á rúmmetra.

Mengunin er nú í hámarki og gerir Veðurstofan ráð fyrir að draga muni úr henni eftir því sem líður á kvöldið.

Er fólk með viðkvæm öndunarfæri hvatt til að halda sig innandyra ef það hefur tök á.

Uppfærsla klukkan 22.32: Svifryksgildið mælist nú ríflega 26 míkrógrömm við Grensásveg. Loftgæði eru því góð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert