Útjöld Íslands til skólamála hæst innan OECD

Nemendur í Háskóla Íslands
Nemendur í Háskóla Íslands mbl.is/GSH

Útgjöld Íslend­inga til mennta­stofn­ana námu 7,8% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2007 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi út­gjöld varðar. Vegið meðaltal OECD ríkja var 6,2% og meðaltal ríkj­anna var 5,7%. 

Þetta kem­ur fram í rit­inu Educati­on at a Glance 2010, OECD Indicators, sem Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hef­ur gefið út og Hag­stof­an fjall­ar um í dag.

Útgjöld til mennta­stofn­ana sem hlut­fall af þjóðarfram­leiðslu á Íslandi lækkuðu um 0,2% frá ár­inu 2006. Á Íslandi var 17,4% út­gjalda hins op­in­bera varið til mennta­mála árið 2007 en að meðaltali vörðu OECD rík­in 13,3% út­gjalda hins op­in­bera til mennta­mála.

Í öll­um OECD ríkj­un­um þar sem sam­bæri­leg­ar töl­ur eru til, juk­ust út­gjöld op­in­berra aðila til mennta­mála á ár­un­um 2000 til 2007. Útgjöld einkaaðila til mennt­un­ar juk­ust þó hraðar en op­in­ber út­gjöld í meira en ¾ OECD land­anna. Þrátt fyr­ir þessa aukn­ingu einka­út­gjalda eru 82,6% út­gjalda til mennta­mála op­in­ber út­gjöld.

Þegar út­gjöld á nem­anda frá grunn­skóla til há­skóla eru skoðuð vörðu OECD rík­in að meðaltali 8216 banda­ríkja­döl­um á nem­anda árið 2007. Ísland varði 9015 döl­um á nem­anda á ár­inu og er í 11. sæti OECD ríkja.

Ísland varði tals­vert yfir meðaltali OECD ríkja til mennt­un­ar á leik­skóla­stigi (2. sæti) og grunn­skóla­stigi (4. sæti á barna­skóla­stigi og 10. sæti á ung­linga­stigi) en var und­ir meðaltali hvað varðar út­gjöld á nem­anda á fram­halds­skóla­stigi (18. sæti) og á há­skóla­stigi (20. sæti).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka