Veðrið setti strik í opinbera heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur heimsóknar til Færeyja í dag og var varaáætlun því sett í gang. Til stóð að Jóhanna færi út í eyjuna Koltur vestur af Straumey og var í staðinn ákveðið að skoða mannvirki við bryggjuna á Velbstad.
Þetta kemur fram á vef Portal en þar segir að Jóhanna hafi skoðað höfuðstöðvar bruggfyrirtækisins Okkara (sjá mynd), heimsókn sem lauk með því að bragðað var á miðinum.
Jóhanna hélt næst í Norræna húsið í Færeyjum en síðan stóð til að taka hús á Listasafni Færeyja og Fornminjasafninu, að því er vefur Portal greinir frá.
Dagskránni í dag lýkur svo með kvöldverði í Kirkjubæ á Straumey í boði forsætisráðherra Færeyja.
Leiðtogar ræða málin
Í fyrramálið snæðir Jóhanna morgunverð í Þinganesi með íslenskum gestum og fulltrúum færeysku sjtórnarinnar.
Að því loknu funda forsætisráðherrar ríkjanna en Jóhanna heldur svo heim á leið seinnipartinn á morgun.