Bjarki vill að Ragnar víki

Bjarki Steingrímsson
Bjarki Steingrímsson

Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður í VR, leggur til fyrir stjórnarfund VR í dag að Ragnar Önundarson, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna fyrir hönd VR stéttarfélags, verði látinn víkja.

Ástæðuna fyrir kröfu Bjarka er sú að Ragnar Önundarson gegndi stöðu framkvæmdastjóra Kreditkorta þegar fyrirtækinu var gert að greiða 185 milljónir króna í stjórnvaldssekt, vegna þátttöku þess í samkeppnishamlandi brotum á markaði.

Bjarki krefst þess einnig að Ragnar segi sig úr stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert