Dragi ekki sundur fé í fjárhúsum

Leitir og réttir standa nú yfir um allt land.
Leitir og réttir standa nú yfir um allt land. mbl.is/Árni Torfason

Matvælastofnun hvetur til þess að bændur dragi ekki sundur fé inn í fjárhúsum. Slíkt geti stuðla að útbreiðslu sjúkdóma í sauðfé.

Matvælastofnun segir að þar sem fé sé dregið í sundur heima á bæjum séu talsverð brögð að því að fé sé dregið sundur inni í fjárhúsum. Mat mati stofnunarinnar er þetta afleit aðferð.

„Það er misjafn sauður í mörgu fé og hvar sem er á landinu geta verið kindur í fjársafni sem eru óvelkomnar af því að þær eru langt að komnar og geta borið með sér sjúkdóma sem sem ekki eru á þeim bæ sem dregið er sundur á eða á því svæði. Slíkar kindur geta hæglega smitað húsin þannig að erfitt getur orðið að losna við óþverann. Drykkjarílátin eru greið smitleið. Sýkingar eins og garnaveiki og pestarsýklar geta lifað lengi í húsunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert