Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans varð að semja við nokkra af stærstu bönkum Evrópu svo þeir tækju ekki innstæður hennar upp á jafnvirði níutíu milljarða króna upp í kröfur. Bankarnir eru margir hverjir kröfuhafar þrotabús Landsbankans. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Innstæðurnar eru afborganir af útlánum Landsbankans í Bretlandi sem skilanefndin tók út hjá Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, í júlí.