Gríðarlegt gímald gapir við Blönduós

Gímaldið við Blönduós.
Gímaldið við Blönduós. mbl.is/Einar Falur

Þessa dagana vinna verktakar hörðum höndum við að grafa gríðarmikla holu í Stekkjarvík norðan Blönduóss. Hér er um að ræða framtíðar sorpurðunarstað Austur-Húnavatnssýslu, Skagastrandar og Akureyrar.

Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, sveitarstjóra Skagastrandar og stjórnarformanns Norðurár, fyrirtækisins sem stofnað var um framkvæmdina, eru framkvæmdir á áætlun og hafa 260 þúsund rúmmetrar efnis þegar verið fluttir til en áætlað er að alls verði 390 þúsund rúmmetrar, jafngildi 25 þúsund vörubílsfarma, fluttir.

Efninu sem til fellur er hlaðið upp í stall sem verður sex metra hár. Verður efnið, sem er að mestu leyti hreinn sandur, notað til vegagerðar seinna meir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert