Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hef­ur verið að Herjólf­ur sigli næstu daga til Þor­láks­hafn­ar eða þar til Land­eyja­höfn opn­ast á ný. Er nú unnið að áætl­un fyr­ir næstu daga.

Sigl­inga­stofn­un tel­ur nú, að ekki verði hægt að opna Land­eyja­höfn næstu daga vegna gos­efn­anna sem borist hafi með þrálátri austanátt í mynni nýju hafn­ar­inn­ar.

Þá vill svo óheppi­lega  til. að bil­an­ir hafa tafið dælu­skip sem ligg­ur í höfn í Reykja­vík en ráðgert er að það sigli í Land­eyja­höfn á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka