Mosfellsbær mótmælir hækkunum OR

Mosfellsbær
Mosfellsbær

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur mótmælt boðuðum hækkunum á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og telur það ekki sanngjarnt að velta erfiðri fjárhagsstöðu OR yfir á heimili, sveitarfélög og fyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðsins.

Bæjarráð Mosfellsbæjar beinir jafnframt þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að þessi gríðarlega hækkun verði endurskoðuð og annarra leiða leitað til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hefur sent tilmæli bæjarráðs á forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformann, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert