Nefnd um erlendar fjárfestingar kemur saman til fundar á föstudag til að fjalla um kaup kínversks fyrirtækis á sjávarútvegsfyrirtækinu Stormi Seafood ehf. Nefndin mun skoða hvort þessi fjárfesting samræmist lögum um erlendar fjárfestingar.
Á fundinum verða lögð fram gögn um fjárfestinguna í Stormi. Lögfræðistofan LOGOS vann álit fyrir Storm, en nefndin mun einnig láta vinna lögfræðiálit vegna málsins.
Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mæti á fund nefndarinnar.