Ögmundur sveik loforðið

Alvar gagnrýndi Ögmund Jónasson harðlega á fundinum.
Alvar gagnrýndi Ögmund Jónasson harðlega á fundinum. Ómar Óskarsson

„Það sem ég var að benda á er að rík­is­stjórn­in ber ábyrgð á því ástandi sem við erum í núna. Hún er búin að hafa tím­ann fyr­ir sig und­an­farna mánuði til að vinna úr vanda­mál­un­um,“ seg­ir Al­var Óskars­son ör­yrki en hann var einn frum­mæl­enda í Ráðhús­inu í kvöld. Hann gagn­rýndi Ögmund Jónas­son harðlega.

„Rík­is­stjórn­in er búin að hafa tíma til þess að efna lof­orð sín bæði fyr­ir og eft­ir kosn­ing­arn­ar. Hún hef­ur hins veg­ar ekki staðið við eitt eða neitt í einu eða neinu. Skjald­borg­in? Það vita all­ir hvað varð um hana. Það vita all­ir hvað varð um at­vinnu­veg­ina. Þar er allt í kalda koli.

Síðan gekk þetta út á tvær björg­un­ar­leiðir, sam­starf við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Mér sýn­ist að ekk­ert af þessu muni koma þjóðinni að gagni.“ 

Gekk á bak lof­orða sinna

- Þú gagn­rýnd­ir Ögmund Jónas­son, þing­mann VG, harðlega í kvöld. Hvers vegna?

„Ég sagðist telja að hann hefði svikið kjós­end­ur sína. Í kosn­ing­un­um lofuðu þess­ir menn, sem voru ekk­ert annað en úlf­ar í sauðagæru, að gera hitt og þetta fyr­ir okk­ur. Þeir stóðu ekki við neitt af því. Verst­ir voru þó þing­menn Vinstri grænna því að þeir lofuðu mest.“

Aðspurður um stjórn­mála­skoðanir sín­ar kveðst Al­var eiga erfitt með að staðsetja sig til hægri eða vinstri. „Hvað er til hægri og hvað er til vinstri? Segðu mér það?“ spyr Al­var.

Hann bæt­ir því svo við að á yngri árum hafi hann tekið þátt í störf­um Heimdall­ar, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna, en svo fært sig yfir í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann hafi greitt Borg­ara­hreyf­ing­unni at­kvæði sitt í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert