Felix Bergsson leikari segir mikla fordóma ríkja í Færeyjum gagnvart samkynhneigðum. Felix og Kolbrún Halldórsdóttir settu á svið leikritið Fullkominn jafningi þar í landi árið 1999.
Felix segir það gríðarlegan stuðning við samkynhneigða í Færeyjum að Jónína Leósdóttir eiginkona Jóhönnu sé með í för.
Nánar verður fjallað um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum í Morgunblaðinu á morgun.