Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS

Á Alþingi.
Á Alþingi. mbl.is/Heiddi

Þeirri skoðun var lýst á Alþingi í dag, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar mis­notuðu aðstöðu sína í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til að þrýsta á Íslend­inga til að samþykkja ýtr­ustu kröf­ur í Ices­a­ve-deil­unni.   

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sagði, að fram hefði komið í Morg­un­blaðinu í vik­unni, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hefðu sýnt mikla óbil­girni á fund­um um Ices­a­ve í síðustu viku. Nú standi fyr­ir dyr­um þriðja end­ur­skoðun Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á efna­hags­áætl­un Íslands og það gæti skýrt þessa óbil­girni Breta og Hol­lend­inga.

Sagði Lilja, að enn á ný mætti eiga von á því, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar notuðu stjórn­ar­setu sína í Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum til að þrýsta á Íslend­inga að ganga að ýtr­ustu kröf­um sín­um. 

Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að stóra spurn­ing­in væri, hvort stjórn­ar­flokk­arn­ir ætluðu að beygja sig und­ir kröf­ur Breta og Hol­lend­inga. Það væri ekki stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Nú hef­ur þegar verið boðin rík­is­ábyrgð og vext­ir. Ef það dug­ar ekki Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum má hann fara héðan út," sagði Bjarni. 

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að fjár­málaráðherra hefði í Ices­a­ve-mál­inu gef­ist upp aft­ur og aft­ur og aft­ur og látið af ein­hverj­um skrítn­um ástæðum hags­muni Íslands fyr­ir róða.

Pét­ur sagði, að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hefði átt hjálpa Íslend­ing­um en því miður hefðu Bret­ar og Hol­lend­ing­ar mis­notað aðstöðu sína hjá sjóðnum til að kúga Íslend­inga. Þessu ættu ís­lensk stjórn­völd að lýsa yfir op­in­ber­lega. 

„Við eig­um ekki að láta kúga okk­ur til að samþykkja Ices­a­ve; það er allt of dýrt verð," sagði Pét­ur. „Ég skora á rík­is­stjórn­ina að standa í lapp­irn­ar og samþykkja ekki Ices­a­ve nema kannski sem okk­ar fram­lag til að halda uppi trausti á banka­kerfið í Evr­ópu. Það yrði þá okk­ar vel­vilji og maður borg­ar að sjálf­sögðu ekki vexti þegar maður er með vel­vild," sagði Pét­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert