Skoðar alla kosti

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki svara því hvort búið sé að ýta tilboðsleið út af borðinu, en meirihluti nefndar um endurskoðun stjórnkerfis fiskveiða vill ekki að sú leið verði farin.

„Við vitum um áherslur ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli. Við munum skoða þetta áfram í ráðuneytinu,“ segir Jón í umfjöllun Morgunblaðsins um mál þetta í dag. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna segir að ríkisstjórnin ætli að „leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka“.

„Það væri óeðlilegt ef þessi leið [samningaleið] yrði ekki skoðuð ítarlega og reynd til hlítar,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, um niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir á að stjórnvöld hafi skipað þessa nefnd og þar hafi ekki reynst stuðningur við fyrningarleið. „Ég tel að stjórnvöldum sé ekki stætt á öðru en að reyna að leiða þetta fram með samstarfi við þá aðila sem málið varðar.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert