Spáð of mikilli ölduhæð fram í næstu viku

Perlan í Landeyjahöfn í vor.
Perlan í Landeyjahöfn í vor. Ljósmynd / hsig

Fátt bendir til þess að dýpkunarskipið Perlan fari til starfa í Landeyjahöfn næstu daga. Ölduhæðin er of mikil til þess að hægt sé að nota skipið á svæðinu og spáin er ekki góð næstu daga.

Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir að ölduhæðin megi ekki vera meiri en metri til þess að Perlan geti athafnað sig. Á miðnætti var hún 2,1 m við Landeyjahöfn og þó spáð sé að hún lækki næstu daga er útlitið ekki bjart samkvæmt spánni til hádegis 14. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert