Forsvarsmenn Verne Holding segja nauðsynlegt að ásættanleg niðurstaða náist sem fyrst í þau mál sem standa út af borðinu.
Án þess sé hætta á að stórfyrirtæki leiti annað í Evrópu eftir gagnaverum. Tafir stjórnvalda hafi þegar haft áhrif á ákvarðanatöku og áhuga fyrirtækja á Íslandi. Enn er áhugi hjá Verne á að reka gagnaver í Reykjanesbæ, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.