Tókust á um ESB fram á vorið 2009

Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna kynna stöðu stjórnarmyndunarviðræðna í febrúarbyrjun …
Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna kynna stöðu stjórnarmyndunarviðræðna í febrúarbyrjun 2009. mbl.is/Ómar

„Ég man ekki eftir þessu,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmála- og samgönguráðherra er hann er spurður að því hvort uppi hafi verið ráðagerðir milli Vinstri grænna og Samfylkingar í ársbyrjun 2009 um að Svavar Gestsson yrði aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB.

Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, lét eftirfarandi ummæli falla skv. frásögn visir.is á fundi sem Samfylkingin stóð fyrir sl. föstudag: „Ég held að ástæðan fyrir því að Svavar Gestsson var formaður samninganefndar um Icesave-málið sé sú að þeir sem sömdu stjórnarsáttmálann fyrir okkur í vinstri stjórninni í ársbyrjun 2009 voru nánast búnir að samþykkja að hann yrði aðalsamningamaður um Evrópusambandið.“

Þessi ummæli hafa vakið þá spurningu hvort Samfylking og VG hafi verið búin að semja um að sækja ætti um aðild að ESB þegar stjórnin var mynduð í byrjun febrúar 2009 og fyrir kosningarnar þá um vorið.

Okkar lína í Vg var sú að spyrja ætti þjóðina fyrst

Ögmundur segist hafa lýst þeirri afstöðu sinni strax á árinu 2008 að hann teldi þetta vera deilumál af þeirri stærðargráðu að það yrði að fá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu um hvað þjóðin vildi.

„Í mínum huga var ekki stóra málið hvenær sú þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það breytir því ekki að stefna flokksins fram að myndun ríkisstjórnarinnar var sú, og ég var eindregið þeirrar skoðunar, að heppilegast væri að spyrja þjóðina fyrst,“ segir Ögmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert