Búið er að gera tundurdufl óvirkt sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar voru um 250 kíló af sprengiefni inni í duflinu, sem er frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Vel gekk að aftengja sprengjuna sem er nú komin á land á Rifi, en skipið lagðist við bryggju um kl. 14. Nú verður henni eytt á afskekktu svæði. Þar með lýkur hennar hlutverki í stríði sem er heyrir sögunni til.
Skv. upplýsingum mbl.is þá var sprengihleðslan heil.