Vilja hitaveituna aftur

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar Hvera­gerðis legg­ur til að hafn­ar verði viðræður við Orku­veit­una um að Hvera­gerði kaupi aft­ur Hita­veitu Hvera­gerðis sem OR keypti árið 2004. Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, seg­ir að hita­veit­an hafi verið vel rek­in og kunn­átt­an til staðar í bæj­ar­fé­lag­inu.

Al­dís, líkt og flest­ir aðrir full­trú­ar sveita­stjórna á upp­lýs­inga­fundi OR í morg­un, gagn­rýndi hækk­an­ir Orku­veit­unn­ar. Al­dís benti á að hækk­un­in bitnaði ekki aðeins á heim­il­um, held­ur ekki síður á bæj­ar­sjóði. Þannig myndi kostnaður við að hita upp grunn­skóla bæj­ars­ins hækka um 600-700.000 krón­ur á ári. „Og það er bara ein stofn­un," sagði hún. Fjár­mun­irn­ir til að greiða þessa hækk­un kæmu aðeins úr vasa bæj­ar­búa. 

Hvera­gerðis­bær seldi OR Hita­veitu Hvera­gerðis árið 2004. Kaup­verðið var um 260 millj­ón­ir og hafði þá verið dreg­in frá sú fjár­hæð sem verja þurfti til nauðsyn­legra end­ur­bóta á dreifi­kerf­inu. Þá þegar hafði um 40% dreifi­kerf­is­ins verið end­ur­nýjað. Al­dís sagði að viðræðurn­ar myndu snú­ast um hvað væri sann­gjarnt end­ur­gjald fyr­ir Hita­veit­una.

Til­lag­an verður rætt á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un og í ljósi þess að hún kem­ur frá meiri­hlut­an­um hlýt­ur að mega slá því nán­ast föstu að hún verði samþykkt. 

Helgi Þór Inga­son, for­stjóri OR, tók vel í að hefja slík­ar viðræður. Fram hef­ur komið að OR stefn­ir að því að selja eign­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert