Yngvi Örn: Hef aldrei verið í Samfylkingunni

Yngvi Örn Kristinsson.
Yngvi Örn Kristinsson.

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur, hefur sent frá sér leiðréttingu vegna fréttaskýringar og fréttar sem birtust í Morgunblaðinu. Þar sé hann sagður samflokksmaður Árna Páls Árnasonar. Segir í leiðréttingunni að hann hafi aldrei verið flokksbundinn í Samfylkingunni né öðrum stjórnmálaflokkum.

 „Þriðjudaginn 31. ágúst sl.(á að vera 1. september) var ég sagður „samflokksmaður ráðherra“ í forsíðufrétt Morgunblaðsins um ráðningu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs en þessi staðhæfing kom jafnframt fram í fréttaskýringu blaðsins þennan sama dag. Af þessu tilefni telur undirritaður rétt að eftirfarandi athugasemd sé komið á framfæri.

1. Ég hefur aldrei verið félagi í Samfylkingunni eða öðrum stjórnmálaflokkum. Staðhæfing Morgunblaðsins er því röng. Sem hagfræðingur hefur ég átt gott samstarf við stjórnmálamenn úr nánast öllum stjórnmálaflokkum síðastliðin 30 ár. Ég hef valist til starfa á grundvelli eigin verðleika en ekki vegna pólitískra tengsla.

2. Þannig hef ég tekið að mér sérfræðistörf að beiðni stjórnmálamanna úr flestum flokkum, þar á meðal Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar eða fyrirrennara hennar. Ég hef aldrei skorast undan því að starfa fyrir stjórnvöld eða stjórnmálamenn úr hvaða flokki sem er telji ég mig geta lagt eitthvað af mörkum og stuðlað að betri undirbúningi tillagna eða ákvarðana.

3. Ég hef starfað á íslenskum fjármálamarkaði í rúm 30 ár. Fyrst 20 ár í Seðlabanka Íslands og síðan á fjármálastofnunum á almennum markaði, fyrst í Búnaðarbanka og síðan í Landsbanka. Frá árinu 1982 hefur ég unnið sem ráðgjafi við flestar breytingar á íbúðalánakerfinu hér á landi Það er því á forsendu reynslu minnar og menntunar sem undirritaður sótti um starf framkvæmdastjóra ÍLS.

4. Ég var einn af hugmyndasmiðum svokallaðs húsbréfakerfis sem lögleitt var 1989. Að beiðni þáverandi félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigðurðardóttur, tókst ég það verk á hendur að vinna að uppsetningu þess kerfis, m.a. sem stjórnarformaður Húsnæðisstofnunar ríkisins á árunum 1989 – 1992.

5. Síðastliðið haust óskaði þáverandi félagsmálaráðherra til mín um sérfræðiþjónustu vegna aðgerða til að bregðast við skuldavanda heimila og fyrirtækja. Þessi vinna, ásamt með ýmsum öðrum, skilaði í nóvember 2009 frumvarpi að lögum um skuldavanda heimila og fyrirtækja, endurbótum á lögum um greiðslujöfnun, samkomulagi við bílalánafyrirtæki um greiðslujöfnun og samkomulagi við fjármálafyrirtæki um sértæka skuldaaðlögun, sem rammi utan um frjálsa nauðasamninga heimila við fjármálafyrirtæki. Í þessari vinnu starfaði ég sem verktaki en ekki starfsmaður ráðuneytisins eins og látið hefur verið að liggja," segir í leiðréttingu sem Yngvi Örn hefur sent frá sér.

ATHUGASEMD - þann 31. ágúst er engin frétt birt um málefni Íbúðalánasjóðs á forsíðu Morgunblaðsins. 

Sett inn kl. 14:14 Yngvi Örn hefur leiðrétt tilkynninguna - átti að vera 1. september ekki 31. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert