Nokkuð hefur verið fjallað um ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um að hann skoði mest klám aðspurður um netnotkun sína í viðtali í við frönsku fréttastofuna AFP.
Jón segist í viðtali við Mbl sjónvarp ekki sjá eftir ummælunum, þau hafi verið slitin úr samhengi auk þess sem hann sé og verði alltaf óviðeigandi.