Lög um stjórnarráðið samþykkt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Lög um breytingar á stjórnarráði Íslands voru samþykkt á Alþingi nú undir kvöld með 21 atkvæði stjórnarliða gegn 5 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisfloks. 6 greiddu ekki atkvæði, þingmenn Framsóknarflokks og Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.

Samkvæmt lögunum verður til innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, velferðarráðuneyti við sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Þetta gerist um áramótin.

Frumvarpið gerði einnig ráð fyrir því að stofnað yrði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti við sameiningu iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis en þeim áformum hefur verið slegið á frest.

Í áliti frá fulltrúum stjórnarflokkanna í allsherjarnefnd er lögð áhersla á að markmið frumvarpsins sé að endurskipuleggja ráðuneyti í því skyni að efla þjónustu hins opinbera við almenning og atvinnulíf og nýta sem best þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru hverju sinni. Er lögð áhersla á mikilvægi þess að allur undirbúningur sé vandaður og samráð haft við viðkomandi stofnanir.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu frumvarpið harðlega og segir m.a. í áliti frá fulltrúum flokksins í heilbrigðisefnd og félags- og trygginganefnd þingsins, að  ekkert frumvarpinu taki á þeim vandamálum sem uppi séu í íslenskri stjórnsýslu þrátt fyrir brýna þörf. Breytingarnar hafi ekki verið undirbúnar og engin gögn eða vinna farið fram til að undirbyggja málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert