Truflunin sem hófst kl 11:15 í raforkukerfinu er nú yfirstaðin og er raforkukerfið komið í eðlilegan rekstur, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.
Samkvæmt verndaráætlun raforkukerfisins var því tímabundið skipt upp í eyjar til að verjast trufluninni og koma í veg fyrir straumleysi.
Hluti stóriðjuálags leysti út en er núna komið aftur í eðlilegan rekstur. Ekkert rof varð á afhendingu til dreifiveitna en vart var við spennusveiflur víða, einkum á Norður- og Austurlandi meðan á truflanarekstri stóð.
Nánari greining á atburðarrás og orsökum truflunar stendur yfir en þetta er í þriðja skiptið á nokkrum mánuðum þar sem alvarlegar truflanir verða á raforkukerfi landsins.