Í lok ágúst höfðu 205 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Í janúar 6, febrúar 28, mars 25, apríl 3, maí 2, júní 63, júlí 44 og í ágúst 34.
Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru á sama tíma 1.195 talsins samkvæmt vef sýslumannsins í Reykjavík.
Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í janúar 6, febrúar 29, mars 37, apríl 20, maí 15, júní 11, júlí 9, ágúst 1, september 38, október 16, nóvember 23 og tvær í desember.
Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru árið 2009 2.504. Í janúar 216, febrúar 156, mars 187, apríl 134, maí 207, júní 225, júlí 112, ágúst 140, september 278, október 384, nóvember 203 og í desember 262.
196 bifreiðar seldar nauðungarsölu
Í lok ágúst 2010 höfðu 196 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Í febrúar 60, mars 54 og í júní 82.
Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru á sama tíma 580.
Árið 2009 var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík.
1.068 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu árið 2009.
Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Annað selt lausafé var 30 stk. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130.