Aldrei var rætt um að Svavar Gestsson yrði formaður samninganefndar um aðild Íslands að Evrópusambandinu í kringum stjórnarmyndunarviðræður minnihlutastjórnar Samfylkingar og VG að sögn Össurs Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.
Haft var eftir Kristrúnu Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarkonu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að ástæðan fyrir því að Svavar hefði verið formaður samninganefndar um Icesave-málið hefði verið að þegar hefði verið samþykkt að hann yrði aðalsamningamaður um ESB.
Í Morgunblaðinu í dag segir Össur að þetta sé „fullkomlega úr lausu lofti gripið“.