Breytingar á sorphirðu á Akureyri

Nýju sorpílátin á Akureyri - Ein tunna með tvö hólf
Nýju sorpílátin á Akureyri - Ein tunna með tvö hólf

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að gera breytingar á sorphirðu í bæjarfélaginu. Sett verða tvö sorpílát við hvert hús, annað fyrir óflokkað sorp og hitt fyrir lífrænan eldhúshluta.  Íbúum er síðan gert að fara með endurvinnanlega hluta á grenndarstöðvar.
 
Verður byrjað á Lundarhverfi í þessum mánuði með því að dreifa ílátum og staðsetja þau. Haldinn verður kynningarfundur í Lundaskóla fyrir íbúana um hvernig staðið skuli að flokkun sorps og þeir verða einnig heimsóttir af starfsmönnum Gámaþjónustu Norðurlands. Síðan er reiknað með að byrja á Síðuhverfi um miðjan október og í framhaldinu, Giljahverfi, Brekkan/Miðbær, Brekkan/Innbær, Holt- og Hlíðar, Gerðahverfi, Oddeyrin, og síðast Naustahverfið um miðjan desember ef allt gengur eftir.

Eiginleg sorphirða eftir nýja kerfinu byrjar svo í Lundahverfi um miðjan október og því verða tvö kerfi í gangi í hluta bæjarins á þessum tveimur mánuðum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert