Eftirsjá að gömlum félaga

Bent Larsen og Friðrik Ólafsson í Reykjavík árið 2003.
Bent Larsen og Friðrik Ólafsson í Reykjavík árið 2003. mbl.is/Ómar

„Það er eftirsjá að honum. Við háðum marga hildi,“ segir stórmeistarinn Friðrik Ólafsson um danska skákmanninn Bent Larsen sem lést á heimili sínu í Argentínu í gær 75 að aldri.

„Það er sorglegt að heyra að hann sé fallinn frá og ég samhryggist innilega hans fjölskyldu. Það er ekki langt síðan þau voru hér á Íslandi, Larsen og konan hans, og þá áttum við mikið saman að sælda,“ segir Friðrik.

„Við vorum miklir mátar og byrjuðum að tefla saman þegar við vorum 15 ára gamlir. Við fylgdumst að lengi vel og það alltaf mikið kapp í okkur þegar við hittumst yfir borðið. Það var aldrei gefið neitt eftir,“ segir Friðrik en þeir Larsen voru jafnaldrar.

Þeir tefldu síðast saman hér á landi árið 2003 í sýningareinvígi og hafði Friðrik þá betur. Fram að því höfðu þeir teflt 34 kappskákir frá árinu 1951 og sigrað í jafn mörgum hvor. Fyrsta skákin fór fram á heimsmeistaramóti unglinga í skák í Birmingham á Englandi.

Friðrik Ólafsson og Bent Larsen árið 1986.
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen árið 1986. mbl.is
Friðrik Ólafsson.
Friðrik Ólafsson. mbl.is/Ómar
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen sitja að tafli í Sjómannaskólanum …
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen sitja að tafli í Sjómannaskólanum árið 1956. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert