Fengu hvatningarverðlaun

Jón Gnarr ræðir við börn á verðlaunahátíðinni í dag.
Jón Gnarr ræðir við börn á verðlaunahátíðinni í dag.

Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti í dag Hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru nú afhent í fyrsta sinn og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á því starfi sem fram fer á frístundaheimilunum, veita starfsfólki frístundaheimila hvatningu og stuðla að aukinni nýbreytni og öflugu þróunarstarfi.  

Hvatningarverðlaunin komu að þessu sinni í hlut tveggja frístundaheimila og eins verkefnisstjóra, en alls bárust 26 tilnefningar vegna 11 verkefna.

Eftirfarandi verkefni hlutu verðlaun:

  • Frístundaheimilið Frístund við Háteigsskóla fyrir verkefnið Jörðin okkar – hönnun og gerð búninga.
  • Frístundaheimilið Frostheimar fyrir verkefnið Safnfrístund, barnalýðræði.
  • Björg Blöndal, verkefnistjóri á frístundaheimilinu Kastala við Húsaskóla  fyrir framúrskarandi starf á undanförnum árum.

 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert