Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá því að blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hún hefði fengið boð á þjóðfund um Stjórnarskrá Íslands sem haldinn verður 6. nóvember.
„Ýmsir telja nú að við eigum ekki að hafa neinar skoðanir á því,“ sagði Jóhanna og bætti við: „Ég mun nú skoða það alvarlega hvað ég geri.“
Alls fá fimm þúsund Íslendingar fá boðsbréf á þjóðfundinn sem fram fer í Laugardalshöll. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá með
svokölluðu slembiúrtaki.