Óskar eftir rökstuðningi ráðherra

Ekki er sama hvort osturinn er íslenskur eða svissneskur
Ekki er sama hvort osturinn er íslenskur eða svissneskur Reuters

Umboðsmaður Alþingis hefur ritað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf og beðið ráðherra um rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að leggja toll á tollverð vara í stað magntolla. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leituðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins.

SVÞ hafa til margra ára barist fyrir auknu frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur, að því er segir í fréttabréfi samtakanna.

Innflutningsverð landbúnaðarvara hefur nánast tvöfaldast

SVÞ gerðu alvarlega athugasemd við nýtt tollafyrirkomulag sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem tók gildi árið 2009 og sem ráðherra hefur nú ákveðið að fylgja áfram. Segja samtökin ákvörðun ráðherra, Jóns Bjarnasonar, fráleita þar sem innflutningsverð landbúnaðarvara hefur nánast tvöfaldast frá árinu 2008.

Með umræddri ákvörðun var komið í veg fyrir innflutning landbúnaðarvara og samkeppni því úr sögunni. Um er að ræða þrjár auglýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna innflutnings nautgripa-, svína- og alifuglakjöti. Smjöri og ostum og unnum kjötvörum.

„Málsmeðferð ráðherra sem og eðli hins nýja tollafyrirkomulags er með öllu óásættanlegt og jafnframt ólögmætt að mati samtakanna. SVÞ lögðu því fram formlega kvörtun til Umboðsmanns Alþingis í júní síðastliðnum vegna ofangreindrar ákvörðunar," segir í fréttabréfi SVÞ.

Ráðherra hefur frest til 4. október til að svara erindi umboðsmanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert