Þingið vandi til verka og gefi sér tíma

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mbl.is/Ernir

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir mikilvægt að þingmenn vandi til verka þegar þeir fjallaum niðurstöður þingnefndar sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segjast vera tilbúin að sitja þing lengur ef þörf krefur.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði meðhöndlað eins vandlega og yfirvegað og hægt er. Menn fá vissulega helgina til að skoða gögnin, en þau koma fram síðdegis á morgun. Síðan geri ég ráð fyrir því að framsögur yrðu fluttar á mánudag,“ sagði Steingrímur.

„En ef menn telja síðan í framhaldinu þurfa meiri tíma þá efast ég ekki um að hann verði veittur, því það vill enginn fara hraða afgreiðslu á stórmáli af þessu tagi. Menn verða þá að sætta sig við að lengja eitthvað starfsáætlun Alþingis enda er nú svigrúm til þess,“ sagði hann ennfremur.

Jóhanna bendir á að málið sé í höndum þingsins og þingnefndarinnar sjálfrar. „Ég hef heyrt það að menn telji þetta nokkuð stuttan tíma. Þannig að það verður bara að kom í ljós hvort þetta verður endurskoðað,“ segir Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert