Viðar Már skipaður dómari

Viðar Már Matthíasson.
Viðar Már Matthíasson.

Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur samkvæmt tillögu Ögmundar Jónassonar dómsmála- og mannréttindaráðherra verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með deginum í dag.

Aðrir umsækjendur um embættið voru: Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari,  og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.

Viðar Már og Þorgeir voru metnir hæfastir til þess að gegna embættinu, samkvæmt umsögn hæfisnefndar. Hann tekur sæti Hjördísar Hákonardóttur, sem baðst lausnar fyrir aldurs sakir í sumar.

Viðar Már er 56 ára að aldri.  Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1979 og lagði stund á framhaldsnám við erlenda háskóla. Hann hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1996 og þrívegis verið settur dómari við Hæstarétt tímabundið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert