Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir í bréfi til þingmannanefndar Alþingis að allar ásakanir á hendur ráðherra um vanrækslu í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 séu á veikum grunni byggðar.
Það fái ekki staðist, að ásaka einstaklinga um vanrækslu fyrir að hafa ekki gert hluti sem ekki liggi ljóst fyrir að hefði verið hægt að framkvæma og ekki liggi ljóst fyrir hvaða áhrif hefðu haft til góðs í þeirri stöðu, sem talin var vera uppi og jafnvel liggi ekki ljóst fyrir að hefðu hjálpað í þeirri stöðu, sem síðar reyndist hafa verið á þeim tíma sem um ræðir.
Bréf þingmannanefndarinnar til Árna og svar hans