Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fallist á bera vitni í máli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað gegn fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans, en málið er höfðað í New York.
Þetta kom fram í fréttum RÚV. Bjarni er talinn lykilvitni í málinu ásamt Alexander K. Guðmundssyni, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, en hann hefur líka fallist á að bera vitni fyrir dómstólnum í New York.
Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
fyrrverandi stjórnarformanni FL Group, og fleiri tengdum aðilum fyrir að
hafa svikið tvo milljarða Bandaríkjadala, 258 milljarða króna, út úr bankanum.